HLUTHAFAR í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf. hafa keypt hlutafé fyrir um 200 milljónir að nafnvirði í hlutafjárútútboði félagsins sem nú stendur yfir. Bréfin voru seld á genginu 1,8 eða fyrir um 360 milljónir króna.
ÐEignarhaldsfélagiðAlþýðubankinn
Hluthafar keyptu bréf að nafnvirði 200 milljónir
HLUTHAFAR í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf. hafa keypt hlutafé fyrir um 200 milljónir að nafnvirði í hlutafjárútútboði félagsins sem nú stendur yfir. Bréfin voru seld á genginu 1,8 eða fyrir um 360 milljónir króna.
Alls voru boðin út bréf að nafnvirði 300 milljónir og rann forkaupsréttur út hinn 17. nóvember sl. Félagið hefur því boðið á almennum markaði bréf að nafnvirði 100 milljónir eða fyrir 180 milljónir. Almenn sala stendur til áramóta og verður reynt höfða til einstaklinga sem vilja taka þátt í nýsköpun og tryggja sér um leið skattaafslátt.
Seljist hlutaféð ekki allt á þessum tíma getur félagið leyst til sín það sem eftir stendur í skjóli reglunnar um að félag geti átt allt að 10% í sjálfu sér. Er gert ráð fyrir að þessu hlutafé verði hægt að ráðstafa til þeirra fjárfesta sem hyggjast skoða þennan fjárfestingarkost eftir næstu áramót.