Skýring
á verðmun
VEGNA verðkönnunar Neytendasamtakanna á tónlistarnámi í opinberum tónlistarskólum sem birt var
í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. desember sl. vill undirritaður skýra eftirfarandi.
Í könnuninni kemur fram nokkur verðmunur á skólagjöldum Tónlistarskóla Njarðvíkur og Tónlistarskólans í Keflavík. Þessi verðmunur liggur í því að Tónlistarskólinn í Keflavík gefur upp staðgreiðsluverð en Tónlistarskóli Njarðvíkur gefur upp skólagjöldin eins og þau eru og er þá miðað við afborgunarverð. Þarna er 5% munur sem er staðgreiðsluafsláttur. Varðandi nám þriggja barna í sömu fjölskyldu, þ.e. eitt í forskóla og tvö í hljóðfæranámi í Tónlistarskóla Njarðvíkur, þá er sú tala sem skólinn gefur upp röng vegna mistaka. Rétt verð er 61.760 kr. eða 58.720 staðgreitt. Það skal tekið fram að gjaldskrár Tónlistarskóla Njarðvíkur og Tónlistarskólans í Keflavík eru algerlega samræmdar og íbúar Reykjanesbæjar greiða sömu skólagjöld fyrir nám í þessum tveimur skólum.
Haraldur Árni Haraldsson,
skólastjóri Tónlistarskóla
Njarðvíkur.