ÞESS misskilnings hefur gætt í umræðu um sveitarstjórnarkosningarnar sem fram eiga að fara í vor að kosið verði síðasta laugardag í maí eða 30. maí en hið rétta er að kosið verður laugardaginn 23. maí.
Sveitarstjórnir

Kosið verður 23. maí

ÞESS misskilnings hefur gætt í umræðu um sveitarstjórnarkosningarnar sem fram eiga að fara í vor að kosið verði síðasta laugardag í maí eða 30. maí en hið rétta er að kosið verður laugardaginn 23. maí.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir að kosning fari fram síðasta laugardag í maí nema hann beri upp á laugardag fyrir hvítasunnu eins og raunin er vorið 1998. Lögum samkvæmt skal skila inn framboðslistum eigi síðar en klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir kosningar.