Ford kann
ekki að kyssa
HARRISON Ford er ef til vill
einn vinsælasti leikari Hollywood en hann kann ekki að kyssa, að sögn bresku leikkonunnar Helen Mirren, sem lék á móti honum í myndinni "The Mosquito Coast".
"Í kvikmyndum er hann viðkunnanlegasti og yndislegasti maður sem hægt er að óska sér," segir hún í viðtali við BBC- útvarpsstöðina.
"En hann getur ekki kysst. Honum er lífsins ómögulegt að kyssa fyrir framan myndavélar og það gengur örugglega ekkert betur þegar hann er kominn heim til sín."
Mirren fullyrðir að hún sé ekki sú eina sem geri lítið úr kossahæfileikum Fords. "Það er ekki bara ég," segir hún.
"Aðrar leikkonur eru mér sammála. Hvenær sem við lendum á kjaftatörn utan vinnunnar komumst við að sömu niðurstöðu: Hann gat það ekki með mér heldur. Hann reynir en það vantar bara neistann."