DENNIS Law, "kóngurinn á Old Trafford" eins og hann var nefndur á sjöunda áratugnum, er sannfærður um að Paul Scholes, sem hefur gjarnan verið líkt við Law og áhangendur kalla rauðhærða prinsinn, verði lykilmaður í landsliði Englands í HM næsta sumar, og ýti Teddy Sheringham, samherja sínum, úr byrjunarliðinu.

Kóngurinn

veðjar á

prinsinn DENNIS Law, "kóngurinn á Old Trafford" eins og hann var nefndur á sjöunda áratugnum, er sannfærður um að Paul Scholes, sem hefur gjarnan verið líkt við Law og áhangendur kalla rauðhærða prinsinn, verði lykilmaður í landsliði Englands í HM næsta sumar, og ýti Teddy Sheringham, samherja sínum, úr byrjunarliðinu. "Hann hefur sannað á tímabilinu að hann gerir frábær mörk fyrir félag sitt og þjóð og er ávallt hættulegur," sagði Law, sem telur að Scholes verði miðherji með Alan Shearer.

Scholes hefur átt stóran þátt í velgengni Manchester United á tímabilinu. "Glenn Hoddle verður að velja landsliðið miðað við ásigkomulag leikmanna og ef Scholes heldur áfram á sömu braut hefði ég hann í landsliðinu. Hann er mikilvægur hlekkur hjá Manchester United og mörk hans gera gæfumuninn. Hann er fæddur knattspyrnumaður."