Grundarfirði-Síðla sumars tók heimilisfólkið á Eiði í Eyrarsveit eftir því að álftarungi nokkur hafði bæst í álftahópinn á vatninu neðan við bæinn. Hann var einn og hafði greinilega orðið viðskila við foreldra sína. Honum var fremur illa tekið í álftahópnum og var hrakinn burt aftur og aftur. Þegar hausta tók og hópurinn flaug burt varð unginn einn eftir á vatninu.

Yfirgefinn álftarungi

Grundarfirði - Síðla sumars tók heimilisfólkið á Eiði í Eyrarsveit eftir því að álftarungi nokkur hafði bæst í álftahópinn á vatninu neðan við bæinn. Hann var einn og hafði greinilega orðið viðskila við foreldra sína. Honum var fremur illa tekið í álftahópnum og var hrakinn burt aftur og aftur. Þegar hausta tók og hópurinn flaug burt varð unginn einn eftir á vatninu. Síðan þá hefur hann haldið sig úti á vatninu á daginn en venjulega sofið á sama staðnum á nóttunni. Hann hefur verið ljónstyggur og ef reynt hefur verið að nálgast hann syndir hann út á mitt vatnið og lætur ófriðlega en ekki hefur hann tekið flugið. Nú er farið að harðna í ári hjá þessum einbúa, vatnið að mestu lagt ísi og óvíst hvort hann lifir veturinn af.

Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon