Birna Sigrún Hallsdóttir hefur hafið störf hjá VSÓ ráðgjöf. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og Dipl. Ing. gráðu í umhverfisverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1997. Hún hefur starfað hjá Hollustuvernd ríkisins og hreinsunardeild Reykjavíkurborgar. Eiginmaður Birnu er Gunnar Örn Sigurðsson arkitekt og eiga þau tvo syni.
ÐFólk

Nýir starfsmenn hjá VSÓ

Birna Sigrún Hallsdóttir hefur hafið störf hjá VSÓ ráðgjöf. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1986 og Dipl. Ing. gráðu í umhverfisverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1997. Hún hefur starfað hjá Hollustuvernd ríkisins og hreinsunardeild Reykjavíkurborgar. Eiginmaður Birnu er Gunnar Örn Sigurðsson arkitekt og eiga þau tvo syni.

Guðjón Jónsson hefur einnig tekið til starfa hjá VSÓ ráðgjöf. Guðjón er efnaverkfræðingur að mennt og hefur unnið við umhverfismál síðustu tíu árin. Hann lauk B Sc. prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands 1981 og M. Sc. prófi í efnaverkfræði frá Danska Tækniháskólanum (DTH) árið 1984. Að námi loknu hóf hann störf hjá Vinnueftirliti ríkisins sem deildarstjóri efnadeildar. Árið 1986 réðst hann til Iðntæknistofnunar, fyrst sem verkefnisstjóri og síðar sem forstöðumaður efnatæknideildar. Þessu starfi gegndi hann til ársins 1996 er hann réðst til Íslenska álfélagsins sem forstöðumaður umhverfis-, öryggis- og heilbrigðismála. Hann er kvæntur Elísabetu Jónu Sólbergsdóttur lyfjafræðingi og eiga þau fjögur börn.