MAGNÚS Scheving Thorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic France S.A. sem er dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. í Frakklandi. Hann tekur við af Lúðvíki Berki Jónssyni sem tekið hefur við framkvæmdastjórastarfi hjá Árnesi hf. í Þorlákshöfn. Magnús er fæddur 1968 í Reykjavík en hefur búið í Frakklandi síðan 1991.
Fólk Nýr framkvæmdastjóri hjá Icelandic France S.A.

MAGNÚS Scheving Thorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic France S.A. sem er dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. í Frakklandi. Hann tekur við af Lúðvíki Berki Jónssyni sem tekið hefur við framkvæmdastjórastarfi hjá Árnesi hf. í Þorlákshöfn.

Magnús er fæddur 1968 í Reykjavík en hefur búið í Frakklandi síðan 1991. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og með BS-próf í alþjóða viðskiptafræði frá The American University of Paris en þaðan lauk hann námi 1994. Magnús hefur síðan starfað hjá Icelandic France S.A., fyrst sem sölumaður og síðan sem sölustjóri. Hann mun hefja störf sem framkvæmdastjóri 1. janúar nk. Magnús er giftur Þóreyju Eddu Heiðarsdóttur. Icelandic France S.A. selur afurðir frá framleiðendum SH í Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Lúxemborg og Sviss. Fyrirtækið hefur bækistöðvar í Evry í nágrenni Parísar og er helsti seljandi frystra afurða frá Íslandi í Frakklandi. Söluverðmæti afurða frá fyrirtækinu er um 3 milljarðar ísl. króna.