SLÖKKVILIÐ í Ástralíu hélt í gær áfram baráttu sinni við skógarelda í suðausturhluta landsins, en veðurspá hljóðaði upp á áframhaldandi hita og því ekki horfur á að eldarnir slokkni. Í Menai, útborg Sydney, nutu slökkviliðsmenn aðstoðar þyrlu í viðureigninni við eldana, sem eyðilögðu sex íbúðarhús og urðu tveim slökkviliðsmönnum að bana.
ReutersEldur í
Sydney
SLÖKKVILIÐ í Ástralíu hélt í gær áfram baráttu sinni við skógarelda í suðausturhluta landsins, en veðurspá hljóðaði upp á áframhaldandi hita og því ekki horfur á að eldarnir slokkni. Í Menai, útborg Sydney, nutu slökkviliðsmenn aðstoðar þyrlu í viðureigninni við eldana, sem eyðilögðu sex íbúðarhús og urðu tveim slökkviliðsmönnum að bana. Alls hefur eldur komið upp á 157 stöðum í Nýja Suður-Wales og víða verður ekki við þá ráðið. Hátt í sex þúsund manns taka þátt í slökkvistarfinu.