BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness hefur samþykkt að útsvar verði 11,24% fyrir árið 1998 en það er lágmarksálagning. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra, hækkar útsvarið úr 11,19% í 11,24% milli ára eða 0,05% sem er millifærsla frá ríkinu vegna flutnings grunnskólanna yfir til sveitarfélaga. Rétt er að minna á að tekjuskattur lækkar að sama skapi um 0,05%.
Seltjarnarnes Útsvar 11,24%

BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness hefur samþykkt að útsvar verði 11,24% fyrir árið 1998 en það er lágmarksálagning.

Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra, hækkar útsvarið úr 11,19% í 11,24% milli ára eða 0,05% sem er millifærsla frá ríkinu vegna flutnings grunnskólanna yfir til sveitarfélaga. Rétt er að minna á að tekjuskattur lækkar að sama skapi um 0,05%.