SKÁLAFELL ÁR, 17 rúmlesta bátur, varð vélarvana þegar hann var að fara frá Þorlákshöfn í fyrrinótt en var fljótlega tekinn í tog og dreginn inn aftur. Engin hætta var á ferðum enda veðrið gott.

Skálafell dregið inn

SKÁLAFELL ÁR, 17 rúmlesta bátur, varð vélarvana þegar hann var að fara frá Þorlákshöfn í fyrrinótt en var fljótlega tekinn í tog og dreginn inn aftur. Engin hætta var á ferðum enda veðrið gott.

Skálafellið var nýkomið út úr höfninni þegar bilunarinnar varð vart en Guðni Birgisson skipstjóri sagði, að það hefði svo sem ekki væst um þá, veðrið gott og auðvelt hefði verið að varpa akkerum eða kalla á hafnsögubát ef þess hefði þurft með. Til þess kom þó ekki því að Sjöfn VE var nærstödd og dró Skálafellið inn. Búið var að gera við vélarbilunina í gærmorgun og um miðjan dag í gær voru skipverjar á Skálafelli teknir til við að leggja línuna.