AÐVENTUKVÖLD verður haldið í Glæsibæjarkirkju annan sunnudag í aðventu, 7. desember næstkomandi og hefst það kl. 21. Kór kirkjunnar syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista, lesin verður jólasaga, auk þess sem fermingarbörn flytja helgileik. Ræðumaður kvöldsins verður Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur.
Aðventukvöld í GlæsibæjarkirkjuAÐVENTUKVÖLD verður haldið í Glæsibæjarkirkju annan sunnudag í aðventu, 7. desember næstkomandi og hefst það kl. 21.
Kór kirkjunnar syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjórn Birgis Helgasonar organista, lesin verður jólasaga, auk þess sem fermingarbörn flytja helgileik. Ræðumaður kvöldsins verður Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur. Eftir athöfnina selja fermingarbörn friðarljós frá Hjálparstofnun kirkjunnar.
Fyrr um daginn eða kl. 16 verður aðventudagskrá með svipuðu sniði á Dvalarheimilinu í Skjaldarvík.