ÍRANIR eru nú á höttunum eftir þjálfara til að stjórna liði sínu í HM í Frakklandi. Efstir á óskalista þeirra eru Hollendingurinn Johan Cruyff og Carlos Bilardo, fyrrum þjálfari heimsmeistara Argentínu 1986. Valdeir Vieira var þjálfari liðsins í undankeppni HM, en hann var aðeins í tímabundnu starfi. Venables sagði nei við Nígeríu
Íranir vilja Cruyff eða Bilardo ÍRANIR eru nú á höttunum eftir þjálfara til að stjórna liði sínu í HM í Frakklandi. Efstir á óskalista þeirra eru Hollendingurinn Johan Cruyff og Carlos Bilardo, fyrrum þjálfari heimsmeistara Argentínu 1986.

Valdeir Vieira var þjálfari liðsins í undankeppni HM, en hann var aðeins í tímabundnu starfi.

Venables sagði nei við Nígeríu

TERRY Venables, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, sem var þjálfari Ástralíu í undankeppni HM, hefur hafnað boði Nígeríumanna um að stjórna liði þeirra í HM í Frakklandi. Venables segist ætla að snúa sér alfarið að því að bjarga Portsmouth frá falli í 2. deild í Englandi, en hann er einn af eigendum liðsins.