FRIÐRIK Ómar Hjörleifsson, 16 ára tónlistarmaður og Dalvíkingur, hefur ráðist í það stórvirki að gefa út snældu með jólalögum. Á henni eru 12 lög og má þar finna lög eins og "Snjókorn falla", "Litli trommuleikarinn", "Ó helga nótt" og eitt frumsamið eftir Friðrik, "Jól um jól". Útgáfutónleikar verða haldnir á Café Menningu á Dalvík annað kvöld, föstudagskvöldið 5.
Útgáfutónleikar 16 ára
DalvíkingsFRIÐRIK Ómar Hjörleifsson, 16 ára tónlistarmaður og Dalvíkingur, hefur ráðist í það stórvirki að gefa út snældu með jólalögum. Á henni eru 12 lög og má þar finna lög eins og "Snjókorn falla", "Litli trommuleikarinn", "Ó helga nótt" og eitt frumsamið eftir Friðrik, "Jól um jól".
Útgáfutónleikar verða haldnir á Café Menningu á Dalvík annað kvöld, föstudagskvöldið 5. desember, og hefjast þeir kl. 21. Listamaðurinn ungi kynnir lögin og frumsýnt verður myndband við eitt laganna auk þess sem ýmsar skemmtilegar uppákomur verða. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Allur ágóði rennur til styrktar Rauða krossi Íslands.