REPÚBLIKANAR á Bandaríkjaþingi héldu því fram, að Janet Reno dómsmálaráðherra hefði látið undan pólitískum þrýstingi er hún ákvað í fyrradag að skipa ekki sérstakan saksóknara til að rannsaka hvort Bill Clinton forseti og Al Gore varaforseti hefðu brotið lög um fjármögnun stjórnmálaflokka.
Reno sögð hafa látið undan þrýstingi

Washington. Reuters.

REPÚBLIKANAR á Bandaríkjaþingi héldu því fram, að Janet Reno dómsmálaráðherra hefði látið undan pólitískum þrýstingi er hún ákvað í fyrradag að skipa ekki sérstakan saksóknara til að rannsaka hvort Bill Clinton forseti og Al Gore varaforseti hefðu brotið lög um fjármögnun stjórnmálaflokka.

Repúblikanar brugðust ókvæða við ákvörðun Reno. Jim Nicholson, formaður flokksins, sagði hana hafa brugðist embættisskyldum sínum og krafðist þess að hún segði af sér.