BRÚARVINNUFLOKKUR frá Vegagerð ríkisins vinnur nú að því að breikka brúna yfir Írá undir Eyjafjöllum. Haukur Karlsson, verkstjóri flokksins, stendur við brúarsporðinn á myyyndinni hér að ofan. Að sögn Bjarna Stefánssonar, hjá framkvæmdadeild Vegagerðarinnar, er verið að steypa utan um gömlu brúna, sem smíðuð var árið 1965, og breikka hana og styrkja.
Morgunblaðið/Rax

Ný og breið brú yfir Írá

BRÚARVINNUFLOKKUR frá Vegagerð ríkisins vinnur nú að því að breikka brúna yfir Írá undir Eyjafjöllum. Haukur Karlsson, verkstjóri flokksins, stendur við brúarsporðinn á myyyndinni hér að ofan.

Að sögn Bjarna Stefánssonar, hjá framkvæmdadeild Vegagerðarinnar, er verið að steypa utan um gömlu brúna, sem smíðuð var árið 1965, og breikka hana og styrkja. Framkvæmdir hófust í byrjun október og lýkur þeim væntanlega eftir um það bil hálfan mánuð. Í dag er áætlað að ljúka við að steypa nýtt brúargólf. Brúin er um 25 metra löng og verður með 8 metra breiðri akbraut að loknum framkvæmdum.

Meðan á framkvæmdum stendur er umferð veitt um hringveginn með framhjáhlaupi. Bjarni segir að á næsta ári sé áætlað að breikka brúna yfir Holtsá í nágrenninu á sama hátt en í haust hefur að hluta til verið unnið við undirbúning þeirrar framkvæmdar. Kostnaður við nýja brú yfir Írá er áætlaður um það bil 20 milljónir króna.