TVEIR íþróttalæknar sem störfuðu í fyrrverandi A-Þýskalandi hafa verið ákærðir fyrir að hafa valdið 19 fyrrum sundkonum líkamlegum skaða með því að gefa þeim ólögleg hormónalyf á þeim tíma sem þær æfðu hjá sundfélaginu SC Dynamo Berlín á árunum 1975­1989. Læknarnir sem um er að ræða heita Bernd Pansold 55 ára og Dieter Binus 58 ára. Þetta kom fram hjá saksóknaranum í Berlín á þriðjudaginn.
LYFJAMÁL Tveir læknar ákærðir

fyrir lyfja-

gjafir TVEIR íþróttalæknar sem störfuðu í fyrrverandi A-Þýskalandi hafa verið ákærðir fyrir að hafa valdið 19 fyrrum sundkonum líkamlegum skaða með því að gefa þeim ólögleg hormónalyf á þeim tíma sem þær æfðu hjá sundfélaginu SC Dynamo Berlín á árunum 1975­1989. Læknarnir sem um er að ræða heita Bernd Pansold 55 ára og Dieter Binus 58 ára. Þetta kom fram hjá saksóknaranum í Berlín á þriðjudaginn. Þriðji læknirinn var einn undir smásjánni um tíma en fallið var frá ákæru vegna skorts á sönnunargögnum.

Þetta er enn eitt málið sem upp kemur á undanförnum misserum þar sem læknar og þjálfarar frjálsíþrótta- og sundmanna í fyrrum A-Þýskalandi eru ákærðir fyrir að beita óvönduðum meðulum á íþróttamenn sína til að bæta árangur þeirra.

Í skjölum saksóknara kemur fram að lyfjanotkunin, sem fram fór án vilja og jafnvel vitundar kvennanna, hafi valdið varanlegu og óbætanlegu tjóni á líkömum þeirra, s.s. á vexti vöðva.

Þessar ákærur eru til viðbótar fjórum öðrum sem birtar voru í síðasta mánuði á hendur fjórum þjálfurum sem störfuðu einnig hjá SC Dynamo Berlín á þessum árum. Enn fremur hefur komið í ljós að læknar og þjálfarar landsins gáfu íþróttamönnum lyfin með fullu samþykki a-þýskra íþróttayfirvalda og jafnvel undir eftirliti Stasi, öryggislögreglu landsins.