CE-MERKING á leikföngum á markaði hér á landi hefur breiðst talsvert út síðasta áratug. Um 98% leikfanga á markaði hér á landi eru nú CE-merkt eins og skylt er en 1994 voru 88,8% leikfanga CE- merkt. Þetta er niðurstaða könnunar sem Aðalskoðun hf. gerði fyrir Löggildingarstofuna í nóvember á merkingum á leikföngum, hávaða frá leikföngum og litlum leikföngum, sem hætta er á að börn gleypi.
CE-merking á
98% leikfangaCE-MERKING á leikföngum á markaði hér á landi hefur breiðst talsvert út síðasta áratug. Um 98% leikfanga á markaði hér á landi eru nú CE-merkt eins og skylt er en 1994 voru 88,8% leikfanga CE- merkt.
Þetta er niðurstaða könnunar sem Aðalskoðun hf. gerði fyrir Löggildingarstofuna í nóvember á merkingum á leikföngum, hávaða frá leikföngum og litlum leikföngum, sem hætta er á að börn gleypi.
Meiri misbrestur er hins vegar á því að leikföng hér á landi séu með varúðarmerkingar. 47% leikfanga vantaði merkingar um að þau væru ekki ætluð börnum yngri en þriggja ára. 12% leikfanga höfðu erlendar viðvaranir en engar íslenskar aðvaranir fundust á leikföngum sem seld voru hér á landi, þegar könnunin var gerð.
Leikföng með 102,8 db hávaða á markaði hér
Varðandi hávaða frá leikföngum kom m.a. í ljós að hér eru á markaði leikföng sem gefa frá sér allt að 102,8 desíbela hávaða en slíkur hávaði getur ekki aðeins haft ahrif á heyrn barna heldur valdið óþarfa ónæði og spennu hjá börnum og á heimilum, segir í upplýsingum frá Löggildingarstofu og eru foreldrar hvattir til að fá að heyra hljóð þau sem leikföng gefa frá sér áður en leikföngin eru keypt.
Ennfremur eru heimili hvött til þess að eiga svokallaða kokhólka sem hægt er að nota til að mæla hvort hlutir séu það smáir að börn geti gleypt þá. Foreldrar eru hvattir til að sýna aðgæslu gagnvart smáhlutum sem seldir eru með matvöru. "Aðvörunarorð á umbúðum matvörunnar um að leikfangið sé einungis ætlað börnum yfir ákveðnum aldri duga skammt, ef ung og óþroskuð börn komast í tæri við leikföngin," segir í fréttatilkynningu frá Löggildingarstofu.