DÓMSTÓLL á Ítalíu dæmdi í gær Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í 16 mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Hann mun ekki þurfa að afplána dóminn. Berlusconi var forsætisráðherra á Ítalíu í sjö mánuði 1994, og er aðaleigandi stórfyrirtækisins Fininvest. Samkvæmt ítölskum lögum krefjast fangelsisdómar skemmri en tvö ár sjaldan afplánunar.
Berlusconi
dæmdur í fangelsiMílanó. Reuters.
DÓMSTÓLL á Ítalíu dæmdi í gær Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í 16 mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Hann mun ekki þurfa að afplána dóminn.
Berlusconi var forsætisráðherra á Ítalíu í sjö mánuði 1994, og er aðaleigandi stórfyrirtækisins Fininvest. Samkvæmt ítölskum lögum krefjast fangelsisdómar skemmri en tvö ár sjaldan afplánunar.
Þetta er fyrsti dómur sem kveðinn er upp yfir Berlusconi, en réttarhöld standa nú yfir í tveim öðrum málum sem höfðuð hafa verið á hendur honum.