OLÍUSAMLAGI Keflavíkur verður breytt í hlutafélag frá og með næstu áramótum en tillaga þess efnis var samþykkt á hluthafafundi samlagsins sl. þriðjudag. Olíusamlagið er dreifingaraðili fyrir Olíufélagið hf. á norðanverðum Reykjanesskaganum og selur það til skipa og verktaka jafnframt því sem það rekur sjálft eina bensínstöð í Keflavík.
ÐOlíusamlagi Keflavíkur

breytt í hlutafélag

OLÍUSAMLAGI Keflavíkur verður breytt í hlutafélag frá og með næstu áramótum en tillaga þess efnis var samþykkt á hluthafafundi samlagsins sl. þriðjudag.

Olíusamlagið er dreifingaraðili fyrir Olíufélagið hf. á norðanverðum Reykjanesskaganum og selur það til skipa og verktaka jafnframt því sem það rekur sjálft eina bensínstöð í Keflavík. Fyrirtækið er jafnframt einn af stærstu hluthöfum Olíufélagsins hf. með um 13% hlut, sem samsvarar tæplega einum milljarði króna að markaðsvirði m.v. núverandi gengi.

Að sögn Guðjóns Ólafssonar, framkvæmdastjóra Olíusamlagsins, er gert ráð fyrir því að formbreytingunni verði að fullu lokið um mitt næsta ár þegar uppgjör þessa árs liggi fyrir. Hann segir engar aðrar breytingar á rekstri félagsins fyrirhugaðar.