LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga þess efnis að klukkan verði færð fram um 60 mínútur á síðasta sunnudeginum í mars á hverju ári, en færð aftur í lok október. Nefnist þessi tími ársins sumartími í frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Frumvarpið var lagt fram á næstsíðasta þingi, en varð þá ekki útrætt.

Klukkan verði færð fram um

einn tíma á sumrin

LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga þess efnis að klukkan verði færð fram um 60 mínútur á síðasta sunnudeginum í mars á hverju ári, en færð aftur í lok október. Nefnist þessi tími ársins sumartími í frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Frumvarpið var lagt fram á næstsíðasta þingi, en varð þá ekki útrætt.

Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að upptaka sumartíma með þeim hætti sem áður var lýst leiði til þess að á sumrin verði sólin hæst á lofti um klukkan hálfþrjú á daginn á vesturhluta landsins. Þetta þýði að dagurinn sé tekinn fyrr og vinnutíma ljúki fyrr en á veturna. "Með þessu móti hefur almenningur meiri möguleika á að njóta sólar og góðviðris á sumrin," segir meðal annars í greinargerð.