GENGI hlutabréfa hélt áfram að lækka á Verðbréfaþingi í gær. Hlutabréfavísitala VÞÍ lækkaði um tæp 0,4% í viðskiptum gærdagsins sem námu alls 82 milljónum króna. Nemur hækkun vísitölunnar frá áramótum þá 12,5%. Mest varð lækkun á gengi hlutabréfa í Vinnslustöðinni, sem lækkaði um 17 punkta eða 9,4% í 1,63, í kjölfar tilkynningar félagsins um vinnslustöðvun um áramótin.
ÐHlutabréfin lækka áfram

GENGI hlutabréfa hélt áfram að lækka á Verðbréfaþingi í gær. Hlutabréfavísitala VÞÍ lækkaði um tæp 0,4% í viðskiptum gærdagsins sem námu alls 82 milljónum króna. Nemur hækkun vísitölunnar frá áramótum þá 12,5%.

Mest varð lækkun á gengi hlutabréfa í Vinnslustöðinni, sem lækkaði um 17 punkta eða 9,4% í 1,63, í kjölfar tilkynningar félagsins um vinnslustöðvun um áramótin.

Mestar hækkanir urðu hins vegar á gengi hlutabréfa í Hampiðjunni og Skagstrendingi, en bréf í þessum fyrirtækjum hækkuðu um tæp 4% í viðskiptum gærdagsins. Stærstur hluti viðskipta gærdagsins var einnig með þessi hlutabréf auk hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Heildarviðskipti með hlutabréf Skagfirðings námu 28 milljónum króna, viðskipti með Hraðfrystihús Eskifjarðar námu 20 milljónum króna og viðskipti með bréf í Hampiðjunni námu 12 milljónum króna að markaðsvirði.