SAMKOMULAG náðist í gær milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og stjórnar Suður-Kóreu um 55 milljarða dala (3.900 milljarða króna) fjárhagsaðstoð vegna gífurlegra skammtímalána sem gjaldfalla á næstunni. Þetta er mesta fjárhagsaðstoð sem nokkurt land hefur fengið fyrir tilstilli IMF.
Metaðstoð til S-Kóreu

Seoul. Reuters.

SAMKOMULAG náðist í gær milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og stjórnar Suður-Kóreu um 55 milljarða dala (3.900 milljarða króna) fjárhagsaðstoð vegna gífurlegra skammtímalána sem gjaldfalla á næstunni. Þetta er mesta fjárhagsaðstoð sem nokkurt land hefur fengið fyrir tilstilli IMF.

Ekki verður skýrt frá samkomulaginu í smáatriðum fyrr en stjórn IMF leggur blessun sína yfir það og gert er ráð fyrir að hún ræði fjárhagsaðstoðina í dag. Talið er að stjórn Suður-Kóreu hafi m.a. skuldbundið sig til að draga úr hagvexti og loka eða gera róttækar breytingar á bönkum sem hafa safnað miklum erlendum skuldum.



Suður-Kórea fær aðstoð/28