NORÐURÁL hf. hefur ákveðið að fela Stálverktaki hf., dótturfélagi Stálsmiðjunnar hf., að annast öll stærstu málmiðnaðarverkefni í álveri félagsins á Grundartanga. Meðal annars er um ræða uppsetningu á kerjum, álleiðurum, þrýstiloftskerfi, pípulögnum o.fl.
ÐStálverktak hf. færstórverkefni hjá Norðuráli
NORÐURÁL hf. hefur ákveðið að fela Stálverktaki hf., dótturfélagi Stálsmiðjunnar hf., að annast öll stærstu málmiðnaðarverkefni í álveri félagsins á Grundartanga. Meðal annars er um ræða uppsetningu á kerjum, álleiðurum, þrýstiloftskerfi, pípulögnum o.fl.
Frá þessu var skýrt á fundi á mánudag sem haldinn var á vegum Samtaka iðnaðarins, þar sem mættir voru fulltrúar 20-30 málmiðnaðarfyrirtækja og Norðuráls hf. Til fundarins var boðað vegna beiðni norska fyrirtækisins ABB, framleiðanda reykhreinsikerfis álversins, um að flytja hingað til lands 25 rúmenska iðnaðarmenn. Kom fram að íslensk málmiðnaðarfyrirtæki treystu sér fullkomlega til að reisa þessa reykhreinsistöð og var í því sambandi bent á að Stálverktak hefði reist slíka stöð í álverinu í Straumsvík.
Stálsmiðjan á tæp 70% hlutafjár í Stálverktaki á móti Vélsmiðjunni Norma í Garðabæ. Stálverktak er samstarfsvettvangur eigendanna og útdeilir verkefnum til eigendanna. Það annast einungis útboð, eftirlit og umsjón með verkefninu.
Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar, staðfesti samtali við Morgunblaðið í gær að gengið hefði verið frá samningum við Norðurál, en vildi að öðru leyti ekki greina frá þeim. Hins vegar er ljóst er að um er að ræða mörg hundruð milljóna króna verkefni.