UNDIRRITUN sögulegs samkomulags um bann við jarðsprengjum hófst í Ottawa í Kanada í gær, en alls munu rúmlega 125 ríki undirrita bannið. Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, ritaði fyrstur undir samkomulagið, og því næst fulltrúar Noregs og Suður-Afríku. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stýrði fundi er undirritunin fór fram, en honum verður fram haldið í dag.
Jarðsprengjubann 125 ríki

undirrita

Ottawa. Reuters.

UNDIRRITUN sögulegs samkomulags um bann við jarðsprengjum hófst í Ottawa í Kanada í gær, en alls munu rúmlega 125 ríki undirrita bannið.

Lloyd Axworthy, utanríkisráðherra Kanada, ritaði fyrstur undir samkomulagið, og því næst fulltrúar Noregs og Suður-Afríku. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stýrði fundi er undirritunin fór fram, en honum verður fram haldið í dag.

Meðal þeirra ríkja sem ekki eru aðilar að sáttmálanum eru Bandaríkin, Rússland og Kína, auk flestra ríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Jody Williams, aðalstjórnandi Alþjóðaátaks um bann við jarðsprengjum, var viðstödd undirritunina. Williams og átakið fengu friðarverðlaun Nóbels í ár.