ALÞJÓÐLEGUR dagur fatlaðra var haldinn hátíðlegur í gær og var tækifærið m.a. notað til þess að fagna því sem vel er gert, auk þess að vekja athygli á réttindamálum fatlaðra. Hrafnista í Reykjavík fékk að þessu sinni viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir framlag sitt til atvinnumála fatlaðra.
Blysför á
alþjóðadegi fatlaðraALÞJÓÐLEGUR dagur fatlaðra var haldinn hátíðlegur í gær og var tækifærið m.a. notað til þess að fagna því sem vel er gert, auk þess að vekja athygli á réttindamálum fatlaðra.
Hrafnista í Reykjavík fékk að þessu sinni viðurkenningu Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir framlag sitt til atvinnumála fatlaðra. Félagar í Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, heimsóttu umhverfisráðuneytið og gerðu úttekt á lyftu sem þar hefur verið sett upp, en ráðuneytinu hlotnaðist sá vafasami heiður árið 1994 að fá Sjálfsbjargarádrepuna Þránd í götu fyrir slæmt aðgengi. Þaðan var haldið í blysför í rökkrinu að Listasafni Íslands, þar sem Sjálfsbjörg veitti Listasafni Íslands, Listhúsinu í Laugardal og Sjúkraþjálfun ehf. í Hafnarfirði viðurkenningar fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða.
Morgunblaðið/Ásdís BLYSFÖR félaga í Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, á leið úr umhverfisráðuneytinu að Listasafni Íslands, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir gott aðgengi.