NOKKRIR meðlimir bandarísku rapphljómsveitarinnar Wu-Tang Clan eru væntanlegir hingað til lands og halda tónleika í Laugardalshöll 20. desember næstkomandi. Breska hljómsveitin Propellerheads hitar upp. Rapphljómsveitin Wu-Tang Clan er helsta rapphljómsveit heims um þessar mundir og plötur hljómsveitarinnar hafa hvarvetna selst vel, þar á meðal hér á landi.

Wu-Tang

til Íslands NOKKRIR meðlimir bandarísku rapphljómsveitarinnar Wu-Tang Clan eru væntanlegir hingað til lands og halda tónleika í Laugardalshöll 20. desember næstkomandi. Breska hljómsveitin Propellerheads hitar upp. Rapphljómsveitin Wu-Tang Clan er helsta rapphljómsveit heims um þessar mundir og plötur hljómsveitarinnar hafa hvarvetna selst vel, þar á meðal hér á landi. Að sögn tónleikahaldara, Ingvars Þórðarsonar, kemur hljómsveitin, sem er sex manna, yfirleitt ekki fram öll á tónleikum, heldur hlutar hennar. Hann segir ekki víst hverjir liðsmanna komi utan að staðfest hefur verið að Ol' Dirty Bastard og Inspectah Deck komi og einhverjir til. Alls kemur níu manna lið, rapparar, tónlistar- og tæknimenn. Tónleikarnir verða í Laugardalshöll 20. desember næstkomandi, en upphitunarhljómsveit verður breska hljómsveitin Propellerheads, sem notið hefur vinsælda fyrir taktfasta danstónlist. Ol' Dirty Bastard