EVRÓPULIÐIÐ í knattspyrnu og heimsliðið mætast í dag í Marseille í Frakklandi, þar sem drátturinn í HM fer fram. Valið í liðin fór þannig fram, að einn leikmaður frá þeim 32 þjóðum sem taka þátt í HM, var valinn.
Evrópuliðið
gegn heimsliðinu
EVRÓPULIÐIÐ í knattspyrnu og heimsliðið mætast í dag í Marseille í Frakklandi, þar sem drátturinn í HM fer fram. Valið í liðin fór þannig fram, að einn leikmaður frá þeim 32 þjóðum sem taka þátt í HM, var valinn. Þar sem Evrópuþjóðirnar eru fimmtán, var Íraninn Mehdi Pashazadeh valinn í Evrópuliðið, sem er þannig skipað:Köpke (Þýskalandi), Pfeifenberger (Austurríki), Colding (Danmörku), Alessandro Costacurta (Ítalíu), Hierro (Spáni), Lemoine (Belgíu), Balakov (Búlgaríu), Ince (Englandi), Kluivert (Hollandi), Zidane (Frakklandi), Boksic (Króatíu). Varamenn: Grodas (Noregi), Lacatus (Rúmeníu), Jokanovic (Júgóslavíu), Pashazadeh (Íran), Durie (Skotlandi).
Heimsliðið: Songo'o (Kamerún), Myung-Bo Hong (Suður-Kóreu), Margas (Chile), Kanu (Nígeríu), Naybet (Marokkó), Bernal (Mexíkó), Nakata (Japan), Sellimi (Túnis), Batistuta (Argentínu), Ronaldo (Brasilíu),Sulimani (Saudi-Arabíu). Varamenn: Ruiz (Paraguay), De Avila (Kólumbíu), Nyathi (S-Afríku), Burton (Jamaíku), Wynalda (Bandaríkjunum).