EINN þriggja lögreglumanna á Höfn í Hornafirði meiddist illa á fæti á körfuboltaæfingu í vikunni og verður frá vinnu í margar vikur. Við þetta eykst álag á þá lögreglumenn sem enn eru heilir og telja þeir að hálfgert vandræðaástand skapist. Mönnun hjá lögreglunni á landsbyggðinni sé svo lítil að ekkert megi út af bera.
Lögreglumaður meiddist í
kappleikEINN þriggja lögreglumanna á Höfn í Hornafirði meiddist illa á fæti á körfuboltaæfingu í vikunni og verður frá vinnu í margar vikur.
Við þetta eykst álag á þá lögreglumenn sem enn eru heilir og telja þeir að hálfgert vandræðaástand skapist. Mönnun hjá lögreglunni á landsbyggðinni sé svo lítil að ekkert megi út af bera. Lögreglumönnunum tveimur á Höfn hefur verið bannað að stunda íþróttaleiki næstu vikurnar.