Medvedec, þjálfari Króatíu: "Varð dálítið hræddur" "VIÐ lékum mjög góða vörn í um þrjátíu mínútur," var það fyrsta sem Strecko Medvedec, þjálfara Króatíu, kom til hugar þegar frammistaða liðs hans kom til tals. "Íslenska liðið lék aftur á móti mjög vel að þessu sinni.
Medvedec, þjálfari Króatíu:"Varð dálítið hræddur" "VIÐ lékum mjög góða vörn í um þrjátíu mínútur," var það fyrsta sem Strecko Medvedec, þjálfara Króatíu, kom til hugar þegar frammistaða liðs hans kom til tals. "Íslenska liðið lék aftur á móti mjög vel að þessu sinni. Leikmenn þess voru skynsamir og börðust af feikilegum krafti. Þeir hittu oft og notuðu hraðann vel," sagði hann.
"Við lékum ekki vel nema í um fimm til sex mínútur, misstum tvo menn útaf með fimm villur og leikurinn varð okkur erfiður þar af leiðandi. Við vorum samt sjálfum okkur verstir. Ég er því ekkert sérstaklega ánægður með leik okkar."
En hvað varð til þess að Króatar misstu tæplega tuttugu stiga forskot niður og gerðu ekki körfu í um fimm mínútur? "Þegar við erum tuttugu stigum yfir, hægjum við ósjálfrátt á okkur, en íslenska liðið komst óþarflega nálægt," sagði þjálfarinn. Er Morgunblaðið spurði hann hvort hann hefði orðið hræddur er leikmenn Íslands minnkuðu muninn í eitt stig, sagði Medvedec: "Já, ég varð dálítið hræddur," um leið og hann þerraði svitann af enninu.
Edwin
Rögnvaldsson
skrifar