Við erum bara ekki betri en þetta," sagði Geir Hallsteinsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 33:24 tap fyrir HK í miklu uppgjöri Kópavogsliðanna í Digranesi í gærkvöldi. Blikar hafa tapað öllum 11 leikjum sínum í fyrri umferðinni en HK er reyndar ekki fjarri ­ sitja í 10. sæti en þó með 8 stig. Hart var tekist á í upphafi og hratt leikið.
Erum bara

ekki betri

Við erum bara ekki betri en þetta," sagði Geir Hallsteins son, þjálfari Breiðabliks, eftir 33:24 tap fyrir HK í miklu uppgjöri Kópavogsliðanna í Digranesi í gærkvöldi. Blikar hafa tapað öllum 11 leikjum sínum í fyrri umferðinni en HK er reyndar ekki fjarri ­ sitja í 10. sæti en þó með 8 stig.

Hart var tekist á í upphafi og hratt leikið. Blikar náðu forskoti en leikmenn HK hafa fleiri hildi háð í deildinni og náðu hægt og bítandi yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik en í leikhléi var 14:11, HK í vil. Í upphafi síðari hálfleiks söxuðu Blikar á forskotið, sérstaklega þegar Sigurbjörn Narfason stórskytta Blika tók af skarið, og forskot HK fór í eitt mark, 17:16. En þá stal HK-maðurinn Alexander Arnarson senunni svo um munaði með fjórum fallegum mörkum í röð og eftir önnur fjögur mörk HK, skömmu síðar, voru úrslit ráðin.

"Við máttum ekki tapa því þetta var síðasta hálmstrá beggja liða. En nú er ný umferð og nýtt mót og við stefnum ótrauðir í 8-liða úrslitin," sagði Alexander eftir leikinn en hann, Helgi Arason og Hlynur Jóhannesson markvörður voru bestir af annars baráttuglöðum HK-mönnum.

Blikar gáfu allt í leikinn en síðan kom dapri kaflinn, sem reyndist þeim eins og oft áður banabitinn. Sigurbjörn og Brynjar Geirsson voru góðir og Davick Heath gerði ágæta hluti en það dugði ekki til.

Stefán

Stefánsson

skrifar