Bikarmeistarar Hauka fengu að finna fyrir því í gærkvöldi að ekkert er sjálfgefið í handboltanum. Þeir vanmátu greinilega Víkinga en þótt nýliðarnir séu í fallsæti sýndu þeir að liðið er mun betra en staðan segir til um.
Er ris- inn að STOFNANDI:: STEG \: \:

Risinn bærði á sér . . .

Bikarmeistarar Hauka fengu að finna fyrir því í gærkvöldi að ekkert er sjálfgefið í handboltanum. Þeir vanmátu greinilega Víkinga en þótt nýliðarnir séu í fallsæti sýndu þeir að liðið er mun betra en staðan segir til um. Leikmenn fyrrverandi stórveldisins voru óheppnir að vera ekki yfir í hléi, en eftir annars jafnan fyrri hálfleik, sem lauk 16:16, náðu Haukar tveggja marka forystu og voru yfir eftir það. Lokatölur urðu 28:27.

Varnarleikur Hauka var slakur og markvarslan lítil í fyrri hálfleik en Bjarni Frostason fór í markið þegar tæplega 12 mínútur voru til leiksloka og varði víti þegar Víkingar fengu tækifæri til að jafna auk þess sem hann tók tvo aðra bolta á mikilvægum augnablikum. Þorkell Magnússon var hættulegur í sókninni og gerði góð mörk eftir hraðaupphlaup en maður leiksins var Halldór Ingólfsson, sem var með 13 mörk að þessu sinni.

Víkingar áttu við sama vandamál að stríða og mótherjarnir hvað markvörslu og vörn varðar en þó varði Júlíus Arnarson oft vel í seinni hálfleik. Þjálfarinn Alex Trúfan og liðsstjórinn Árni Indriðason eru þekktir varnarjaxlar frá fyrri tíð og öðru verður vart trúað en þeir setji fyrir lekann á nýju ári. Davor Kovacevic var frábær í spilinu í fyrri hálfleik og naut Birgir Sigurðsson, besti maður liðsins, þess á línunni, en Rögnvaldur Johnsen tók fyrst af skarið eftir hlé.

Steinþór

Guðbjartsson

skrifar