STJARNAN afhenti tveimur leikhæstu leikmönnum liðsins blómvönd fyrir leikinn gegn Aftureldingu í Garðabæ í gær. Þeir voru þó ekki í búningi Stjörnunnar því þetta voru þeir Einar Einarsson og Skúli Gunnsteinsson, sem báðir leika nú með Aftureldingu.
STJARNAN afhenti tv STOFNANDI:: SPORT \:
\:
STJARNAN afhenti tveimur
leikhæstu leikmönnum liðsins blómvönd fyrir leikinn gegn Aftureldingu í Garðabæ í gær. Þeir voru þó ekki í búningi Stjörnunnar því þetta voru þeir Einar Einarsson og Skúli Gunnsteinsson, sem báðir leika nú með Aftureldingu.PÁLL Þórólfsson lék ekki með Aftureldingu í gær. Ástæðan var sú að hann greindist með lungnabólgu. Hann var þó á leikskýrslu.
VALDIMAR Grímsson tók vítakast fyrir Stjörnuna í byrjun síðari hálfleiks. Hann skaut beint í andlitið á Sebastian Alexanderssyni , markverði, sem fékk blóðnasir í kjölfarið. Hann lék þó í markinu allan leikinn og varði vel. Valdimar fékk ekki einu sinni áminningu fyrir atvikið.
FRAMARAR léku með sorgarbönd gegn FH í gærkvöldi vegna þess að Vilhjálmur Hjörleifsson liðsstjóri meistaraflokks Fram í knattspyrnu lést fyrr um daginn.
SIGURÐUR Ingi Tómasson kynnir á heimaleikjum Fram fer mikinn á hljóðnemanum og notar hvert tækifæri sem gefst til þess að hvetja stuðningsmenn Fram til að láta í sér heyra. Allt er samt innan settra marka hjá Sigurði.
SIGURÐI þótti stuðningsmenn Fram láta lítið fyrir sér fara framan af leik í gærkvöldi og er tekið var leikhlé eftir tæplega 19 mínútna leik sagði hann ákveðinn. "Stuðningsmenn Fram, eru þið sofnaðir þó leikurinn hafi hafist hálftíma síðar en vant er eða klukkan hálf níu." Við þessi orð Sigurðar lifnaði hressilega yfir Frömurum á meðal áhorfenda.