HELGI Jónas lék stórvel í gærkvöldi, gerði 21 stig og tók ennfremur átta fráköst ­ sex í vörn og tvö í sókn, en Helgi er tíu sm lægri en lágvaxnasti leikmaður Króata.
HELGI Jónas lék stórvel í gærkvöldi, gerði 21 stig og tók ennfremur átta fráköst ­ sex í vörn og tvö í sókn, en Helgi er tíu sm lægri en lágvaxnasti leikmaður Króata.

ÍSLENDINGAR voru með 24% þriggja stiga hittni í leiknum við Króata, en fyrir leikinn voru þeir með um 45% nýtingu úr þriggja stiga skotum, þ.e. úr leikjunum við Holland og Eistland.

SJÖ fimleikapiltar úr Gerplu léku listir sínar við hvert tækifæri í Laugardalshöllinni í gær. Í leikhléi sýndu þeir m.a. troðslur með aðstoð fjaðurdýnu.

ERLENDIR blaðamenn á leiknum í gær voru jafnmargir og fimleikapiltarnir, eða sjö. Trúlega er þetta mesti fjöldi erlendra gesta í faginu, sem kemur hingað til lands til að fjalla um körfuboltaleik.

EINN áhorfenda tók upp á því að munda leysigeislapenna á áhorfendapöllunum í síðari hálfleik. Var vakin athygli á því er einn leikmanna Króatíu bjó sig undir að taka vítaskot og sást rauði geislinn ekki eftir það.