Sigur okkar var sanngjarn en mér fannst samt sem bæði lið væru ekki að leika eins og geta leyfði," sagði Gerður Jóhannsdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið hafði unnið eins marks sigur á Fram 19:18 í frekar slökum leik í Fram-húsinu í gær.
Sanngjarn Valssigur
Sigur okkar var sanngjarn en
mér fannst samt sem bæði lið væru ekki að leika eins og geta leyfði," sagði Gerður Jóhannsdóttir, fyrirliði Vals, eftir að liðið hafði unnið eins marks sigur á Fram 19:18 í frekar slökum leik í Fram-húsinu í gær. "Loksins unnum við leik eftir að hafa verið að tapa nokkuð upp á síðkastið og ég er að gera mér vonir um að við séum að rétta úr kútnum. Við erum staðráðnar í að halda hópinn og leggja okkur fram. Stefnan hefur verið sett á meistaratitilinn eftir tvö ár, ég held að það sé raunhæft markmið."Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, en talsvert var um mistök á báða bóga, sendingar rötuðu ekki rétta leið og leikmönnum mistókust einföldustu atriði. Jafnt var í hálfleik 10:10.
Í upphafi síðari hálfleiks náðu Valsarar frumkvæðinu og héldu því allt til loka. Leikmenn Framara gerðu heiðarlega tilraun til að ná öðru stiginu undir lokin. Þá tóku þeir tvo leikmenn Vals úr umferð og það hafði sín áhrif því fát kom á sóknarleikinn og Framarar náðu snöggum upphlaupum sem misjafnlega gekk að nýta. Þeim tókst að minnka muninn í eitt mark 18 sekúndum fyrir leikslok, en nær komust þær ekki.
Ívar
Benediktsson
skrifar