Framleiðan di: Gregory Productions Leikstjóri og handritshöfundur: Lee David Zlotoff. Kvikmyndataka: Rob Draper. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Alison Elliott, Ellen Burnstyn og Marcia Gay Harden. 112 mín. Bandaríkin. Castle Rock Ent./Skífan. Útgáfud: 19. nóv. Myndin er öllum leyfð.
Sá ykkar sem saklaus er . . .
Glóðir
(The Spitfire Grill)
Drama
Framleiðan di: Gregory Productions Leikstjóri og handritshöfundur: Lee David Zlotoff. Kvikmyndataka: Rob Draper. Tónlist:
James Horner. Aðalhlutverk: Alison Elliott, Ellen Burnstyn og Marcia Gay Harden. 112 mín. Bandaríkin. Castle Rock Ent./Skífan. Útgáfud: 19. nóv. Myndin er öllum leyfð.
UNG kona sest að í smábæ eftir fangelsisvist. Hún fær vinnu og húsnæði á veitingahúsinu Glóðum og eignast þar vini þótt ýmsir í bænum líti hana hornauga.
Glóðir er falleg dæmisaga úr hversdagsleikanum um konur sem taka höndum saman. Tilfinningalegir erfiðleikar hrjá þær allar á sinn hátt (þær eru víst ekki einar um það hér í heimi) og því eru þær ekki að dæma hver aðra. Það er auk þess boðskapur myndarinnar að meta hvern og einn að verðleikum.
Látleysi einkennir myndina sem er mjög fallega gerð. Myndatakan er einstök og tökumaður nýtur sín í fallegu landslagi norðurríkja Bandaríkjanna. Leikurinn er góður og mjög raunsær, sem og öll persónusköpun. Aðalleikonurnar þrjár eru frábærar og mynda skemmtilegt tríó. Myndin er með öllu "glamúr"laus og ekki verið að reyna að fegra neinn, og ýtir það undir boðskapinn. Handritið kemur víða við í tilfinningaskalanum og er fyndið, spennandi, tilfinninga- og áhrifaríkt. Helsti gallinn er að myndin verður helst til langdregin á köflum.
Myndin er mjög bandarísk þar sem hún gerast í bandarískum smábæ, boðskapurinn er góður og fallegur og hún er léttvæmin, en það er sérsvið þeirra ágætu þjóðar. Samt er allur frásagnarmáti öðruvísi en því sem við eigum að venjast frá þessari heimsálfu og endirinn kemur svo sannarlega á óvart.
Falleg og ljóðræn mynd um ást og alvöru lífsins fyrir þá sem eru búnir að fá sig fullsadda af ofbeldi og ónáttúru.
Hildur Loftsdóttir