Framleiðandi: Pierre David. Leikstjóri: Rob Malenfant. Handritshöfundur: Richard Brandes. Kvikmyndataka: Feliks Parnell. Tónlist: Richard Bowers. Aðalhlutverk: Lisa Zane, John Stockwell og Janet Gunn. 92 mín. Bandaríkin. Image Organization/Skífan. Útgáfud.: 26. nóv. Myndin er bönnuð innan 16 ára.

Óvænt

spenna Hjúkkan (The Nurse) Spennumynd Framleiðandi: Pierre David. Leikstjóri: Rob Malenfant. Handritshöfundur: Richard Brandes. Kvikmyndataka: Feliks Parnell. Tónlist: Richard Bowers. Aðalhlutverk: Lisa Zane, John Stockwell og Janet Gunn. 92 mín. Bandaríkin. Image Organization/Skífan. Útgáfud.: 26. nóv. Myndin er bönnuð innan 16 ára. ÞEGAR hjúkrunarfræðingurinn Laura Harriman finnur fjölskyldu sína fallna fyrir hendi föður síns ákveður hún að hefna sín á yfirmanni hans sem gerði hann svo óhamingjusaman. Yfirmaðurinn fær reyndar hjartaáfall og lamast allur áður en hún nær til hans, en hún ætlar samt að murka úr honum líftóruna. Ég mundi seint segja þessa mynd með þeim betri sem ég hef séð. Margt í handritinu er órökrétt og áhorfandi veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga, auk þess sem smekkleysi setur sinn svip á myndina sem vanalegt er um B-myndir. Hlutverkin eru sum klisjukennd en leikararnir ráða samt ótrúlega vel fram úr því. Í upphafi virtist myndin ætla að lenda í hraðspólun, en einhvern veginn hélt hún mér fastri við skjáinn. Sagan er nefnilega frumleg miðað við efni og aðstæður. Bjargarlaust fórnarlamb hjúkkunnar fékk alla mína samúð og aðstaða þess er mjög ískyggileg. Síðast en ekki síst er myndin býsna spennandi. Hverju tekur vonda hjúkkan upp á næst? Tilvalin mynd fyrir B-myndaaðdáendur. Hildur Loftsdóttir