Framleiðandi: BBC Films/Thames International. Leikstjóri: John Schlesinger. Handritshöfundur: Malcolm Bradburry eftir sögu Stellu Gibbons. Kvikmyndataka: Chris Seager. Tónlist: Robert Lockhart. Aðalhlutverk: Eileen Atkins, Kate Beckinsale, Rufus Sewell og Ian McKellen. 99 mín. Bretland. Universal City Studios/Skífan. Útgáfud: 19. nóv. Myndin er öllum leyfð.
Snobbað upp og niður
Kaldahvíla
(Cold Comfort Farm)
Gamansöm mynd
Framleiðandi: BBC Films/Thames
International. Leikstjóri: John Schlesinger. Handritshöfundur: Malcolm Bradburry eftir sögu Stellu Gibbons. Kvikmyndataka: Chris Seager. Tónlist: Robert Lockhart. Aðalhlutverk: Eileen Atkins, Kate Beckinsale, Rufus Sewell og Ian McKellen. 99 mín. Bretland. Universal City Studios/Skífan. Útgáfud: 19. nóv. Myndin er öllum leyfð.
FLORA Poste er ung kona af efnuðum ættum sem hefur misst foreldra sína. Hún leitar á náðir ættingja sinna og endar á gömlu bóndabýli hjá Starkadder-fjölskyldunni þar sem allt er að drabbast niður. Flora á því ærið verk fyrir höndum; að koma lagi á hlutina.
Sagan er nokkuð furðuleg og er frekar röð skemmtilegra atvika en mjög stefnuvisst handrit. Húmorinn er líka undarlegur og gerir það gaman að fylgjast með lífi þessara furðufugla og því sem litla snobbhænan hún Flora tekur sér fyrir hendur mitt í kúamykjunni. Það er bæði gert grín að ríka fólkinu sem heldur að þeim séu allir vegir færir og svo sveitalýðnum sem viðhefst ekkert. Engin afstaða er þó tekin til þeirra því hver hefur sinn metnað í lífinu og þannig á það að vera.
Prýðisfínir leikarar taka að sér helstu hlutverkin og eru bæði fjölskrúðug og vel skrifuð. Leikstíllinn frekar ýktur en það hentar þessari léttu sögu vel. Kate Beckensale er frábær í aðalhlutverkinu, hinn ágæti Stepehn Fry leikur óþolandi persónu og Ian McKellen er skemmtilegur sérvitringur.
Þessi látlausa mynd býður af sér góðan þokka og er alveg upplögð fyrir þá sem hafa gaman af enskum sjónvarpsmyndum og sérviskupúkum.
Hildur Loftsdóttir