Elín K. Sumarliðadóttir Drottinn er minn hirðir,

mig mun ekkert

bresta.

Á grænum grundum lætur

hann mig hvílast,

leiðir mig að vötnum,

þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína,

leiðir mig um rétta vegu

fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um

dimman dal,

óttast ég ekkert illt,

því þú ert hjá mér,

sproti þinn og stafur hugga

mig.

Þú býrð mér borð

frammi fyrir fjendum

mínum,

þú smyrð höfuð mitt með

olíu,

bikar minn er barmafullur.

Já, gæfa og náð fylgja mér

alla ævidaga mína,

og í húsi drottins bý ég

langa ævi.

(Sálm.23.) Í september í fyrra þegar amma flutti til Eyja glöddumst við öll að vera búin að fá hana nær okkur. Nú gátum við heimsótt hana þegar við vildum án þess að það þýddi ferðalag til Reykjavíkur. En ekki hafði hún búið hér nema í tæpt ár þegar að hún veiktist hinn 27. ágúst. Áfallið var mikið því að amma, sem alltaf var svo glaðlynd og hress, var komin inn á sjúkrahús.

Svo lengi sem ég man aftur þá var alltaf gaman að koma til ömmu og afa á Hofsvallagötunni. Það var stutt yfir á róló og þegar við vorum yngri vorum við iðulega þar að leika okkur og sáum þá jafnan hvar amma var úti í stofuglugga að fylgjast með okkur. Eftir að við fluttumst til Vestmannaeyja áttum við alltaf vísan stað að fara á, sama hvenær það var. Einnig eru mér ofarlega í huga þau tvö skipti sem ég var á Spáni á sama tíma og þau, hvað það var alltaf mikið líf og fjör hvar sem þau voru enda sagði amma að aldur væri mjög afstæður, að maður væri ekki eldri heldur en manni fyndist maður vera. En nú ert þú, amma mín, farin í þitt síðasta ferðalag og á ný með afa.

Hin langa þraut er liðin,

nú loksins hlauztu friðinn,

og allt er orðið rótt,

nú sæll er sigur unninn

og sólin björt upp runnin

á bak við dimma dauðans nótt.



Fyrst sigur sá er fenginn,

fyrst sorgar þraut er gengin,

hvað getur grætt oss þá?

Oss þykir þungt að skilja,

en það er Guðs að vilja,

og gott er allt, sem Guði' er frá.



Nú héðan lík skal hefja,

ei hér má lengur tefja

í dauðans dimmum dal.

Úr inni harms og hryggða

til helgra ljóssins byggða

far vel í Guðs þíns gleðisal.

(V. Briem.) Takk fyrir allt.

Aðalsteinn.