Elín K. Sumarliðadóttir Elsku langamma, nú ert þú komin til Guðs, og búin að hitta langafa aftur. Alltaf fannst mér gaman að skreppa til þín út í Foldahraun og fara fyrir þig út í búð að versla.

Manstu hvað það var gaman hjá okkur þegar ég svaf hjá þér eina nótt í sumar?

En nú veit ég að þú og langafi fylgist með mér og Alexander litla bróður mínum, og þegar hann verður stærri þá ætla ég að segja honum allt um þig og hvað þú varst góð við okkur.

Sylvía og Alexander.