Ragnar Ottó Arinbjarnar
Kær starfsbróðir minn og félagi
um margra ára skeið er fallinn í valinn.
Hann stóð meðan stætt var og sinnti fólki sínu af stakri samviskusemi og þjónustulund eins lengi og honum var framast unnt.
Sjálfur sakna ég vinar í stað, því Ragnar var sannarlega drengur góður.
Ég votta Grétu og fjölskyldunni allri virðingu mína og samúð og óska þeim allra heilla.
Konráð Sigurðsson.