Ragnar Ottó Arinbjarnar
Þó að ég talaði tungum engla
og manna, gæti ég aldrei lýst Ragnari Arinbjarnar.
Þó að ég ætti allt gull Mídasar og heila öld ólifaða, gæti ég aldrei endurgoldið honum áratuga vináttu, umönnun og umhyggju fyrir mér og dóttur minni.
Ég bið almættið að styrkja eiginkonu, börn og aðra ástvini Ragnars. Við þig, Gréta mín, langar mig að segja: Mundu að
Hver dáð, sem maðurinn drýgir,
er draumur um konu ást.
(Stefán frá Hvítadal). Katrín Kristjana Thors.