RÁÐUNEYTISSTJÓRI utanríkisráðuneytisins, Helgi Ágústsson, undirritaði á fimmtudag alþjóðasamning um bann gegn notkun, geymslu, framleiðslu og flutningi á jarðsprengjum sem beint er gegn fólki og um eyðileggingu þeirra.
Bann við jarðsprengjum Ísland styður samninginn

RÁÐUNEYTISSTJÓRI utanríkisráðuneytisins, Helgi Ágústsson, undirritaði á fimmtudag alþjóðasamning um bann gegn notkun, geymslu, framleiðslu og flutningi á jarðsprengjum sem beint er gegn fólki og um eyðileggingu þeirra.

Undirritunin fór fram á alþjóðaráðstefnu í Ottawa þar sem eru saman komnir fulltrúar 125 ríkja til að fylgja samningnum úr hlaði.