HRAÐSKEYTLUR og fréttaljóð er fyrsta ljóðabók Hjalta Þórarinssonar, fyrrum prófessors og yfirlæknis. Eftir Hjalta liggur fjöldi ritsmíða um læknisfræði, sem birst hafa á innlendum og erlendum vettvangi, svo og greinar um margvísleg efni í blöðum og tímaritum. Í kynningu segir að Hjalti kveðji sér hljóðs á nýjan hátt.
HRAÐSKEYTLUR og fréttaljóð er fyrsta ljóðabók Hjalta Þórarinssonar, fyrrum prófessors og yfirlæknis.Eftir Hjalta liggur fjöldi ritsmíða um læknisfræði, sem birst hafa á innlendum og erlendum vettvangi, svo og greinar um margvísleg efni í blöðum og tímaritum.
Í kynningu segir að Hjalti kveðji sér hljóðs á nýjan hátt. Með leiftrandi kímni og skarpri ádeilu varpi hann ljósi á broslega atburði og brotalamir í íslensku samfélagi, en yrki einnig af nærfærni og hlýju um land sitt og nánasta umhverfi.
Útgefandi er Alma Þórarinsson. Bókin er 148 bls. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Teikningar í bókinni eru eftir Halldór Þorsteinsson.
Hjalti
Þórarinsson