KVENNAKÓR Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir, ásamt eldri Þröstum, endurtaka sameiginlega jólatónleika sína í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 20.30. Uppselt var á tónleikana 4. desember. Lagavalið er fjölbreytt hjá hverjum kór fyrir sig, en með jólaívafi. Einnig munu kórarnir syngja saman nokkur lög.

Tónleikar endurteknir

KVENNAKÓR Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir, ásamt eldri Þröstum, endurtaka sameiginlega jólatónleika sína í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 20.30. Uppselt var á tónleikana 4. desember.

Lagavalið er fjölbreytt hjá hverjum kór fyrir sig, en með jólaívafi. Einnig munu kórarnir syngja saman nokkur lög.

Stjórnandi Kvennakórsins og eldri Þrasta er Halldór Óskarsson og undirleikari þeirra er Hörður Bragason, en stjórnandi yngri Þrasta er Jón Kristinn Cortes.