ALLS bárust tilboð frá 11 aðilum í möstur og leiðara Búrfellslínu 3A ásamt uppsetningu þeirra. Tvö lægstu tilboðin áttu rússneska fyrirtækið Technopromexport og þýska fyrirtækið SAG-Starkstrom-Anlagen Gesellschaft GmbH. Þriðja lægsta tilboð átti norska fyrirtækið Statnett Entreprenør, að því er fram kemur í frétt frá Landsvirkjun.
Ð11 tilboð í möstur og
leiðara BúrfellslínuALLS bárust tilboð frá 11 aðilum í möstur og leiðara Búrfellslínu 3A ásamt uppsetningu þeirra. Tvö lægstu tilboðin áttu rússneska fyrirtækið Technopromexport og þýska fyrirtækið SAG-Starkstrom-Anlagen Gesellschaft GmbH. Þriðja lægsta tilboð átti norska fyrirtækið Statnett Entreprenør, að því er fram kemur í frétt frá Landsvirkjun.
Óskað var eftir tilboðum í fjórar mismunandi útgáfur af 400 Kv línum og einnig í 220 Kv línu. Kostnaðaráætlun fyrir 400 Kv línuna nam röskum 1.700 milljónum króna og voru tilboð Technopromexport og SAG áþekk, eða um 69% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun fyrir 220 Kv línuna hljóðaði upp á tæpar 1.300 milljónir og nam tilboð fyrirtækjanna tveggja í hana 71% af kostnaðaráætlun. Tilboð Statnett var 75% af kostnaðaráætlun í 400 Kv línuna en 80% af kostnaðaráætlun í 220 Kv línuna.
Aðeins eitt íslenskt tilboð barst í þessa framkvæmd en það var sameiginlegt tilboð Ístaks og Ískraft, en tilboð þessara aðila var ekki meðal þriggja lægst tilboða.
Tilboð þessi verða yfirfarin og metin af Landsvirkjun og að því loknu mun stjórn Landsvirkjunar taka ákvörðun um hvaða tilboði verði tekið.