Tónlist og bókalestur á Súfistanum
Á SÚFISTANUM, kaffihúsi í
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, verður upplestur úr þremur nýjum bókum í kvöld kl. 20.30. Þetta er jafnframt síðasta upplestrarkvöld bókahaustsins í ár.
Lesið verður úr bókinni Leikfélag Reykjavíkur, aldarsaga eftir Eggert Þór Bernharðsson og Þórunni Valdimarsdóttur. Helgi Ingólfsson les úr skáldsögunni Blá nótt fram í rauða bítið og Anna Heiða Pálsdóttir les úr unglingabókinni Galdrastafir og græn augu.
Þá leika Rússíbanar nokkur lög. Sveitina skipa Einar Kristján Einarsson, gítar, Guðni Franzson, klarinetta, Jón Skuggi, kontrabassi, Kjartan Guðjónsson, trommur, og Tatu Kantomaa, harmóníka.
Aðgangur er ókeypis.