Í KVÖLD verður aðventukvöld í Bústaðakirkju kl. 20. Fram koma barnakór Engjaskóla og Lögreglukór Reykjavíkur, ásamt sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni og sr. Pálma Matthíassyni. Stjórnandi kóranna er Guðlaugur Viktorsson og undirleikari er Pavel Smid. Boðið verður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili Bústaðakirkju eftir söng. Allir velkomnir.
Aðventa

Aðventukvöld í Bústaðakirkju

Í KVÖLD verður aðventukvöld í Bústaðakirkju kl. 20. Fram koma barnakór Engjaskóla og Lögreglukór Reykjavíkur, ásamt sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni og sr. Pálma Matthíassyni. Stjórnandi kóranna er Guðlaugur Viktorsson og undirleikari er Pavel Smid. Boðið verður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili Bústaðakirkju eftir söng. Allir velkomnir.

Safnaðarstarf

Kyrrðarstund

í Laugarnes-

kirkju

Í DAG, fimmtudaginn 18. desember, verður síðasta kyrrðarstundin fyrir jól. Kyrrðarstundin hefst að venju kl. 12 á hádegi með tónlist. Eftir stundina verður hádegisverður með hátíðarbrag eins og undanfarin ár á þessum tíma. Eftir áramót hefjast kyrrðarstundir í hádegi aftur fimmtudaginn 8. janúar.

Andlegt skjól

í jólaösinni

AMSTUR líðandi daga er mikið. Umferðin þung. Álagið á fólk meira en í annan tíma. Krafan um að koma hlutunum í verk er ágeng. Því er mörgum þörf á örlítilli hvíld. Skjóli, þar sem hægt er að anda rólega. Víkja huganum eitt andartak frá erli dagsins og þiggja frið og kraft frá Guði.

Þetta skjól, þennan frið, þetta afdrep er að finna í kirkjum borgarinnar virka daga sem helga. Kirkjurnar eru opnar á virkum dögum til kyrrðarstunda og fyrirbæna.

Mánudagur: Þá er kyrrðarstund í Friðrikskapellu, Valssvæðinu, kl. 12, og léttur málverður á eftir. Þá er líka bænastund í Fella - og Hólakirkju kl. 18.

Þriðjudagur: Kl. 10.30 er fyrirbænaguðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Síðar um daginn býður Breiðholtskirkja upp á bænaguðsþjónustu kl. 18.30. Bænaefnum er komið til sóknarprestsins á viðtalstímum í kirkjunni. Hjallakirkja býður líka bænastund kl. 18.00.

Miðvikudagur: Þennan dag bjóða þrjár kirkjur til kyrrðarstunda og fyrirbæna í hádeginu. Það eru Seltjarnarneskirkja, Dómkirkjan og Breiðholtskirkja. Þær bjóða í léttan og hollan hádegisverð að stundunum loknum. Árbæjarkirkja er með bænastund kl. 16.00 og Seljakirkja og Háteigskirkja kl. 18.00. Að lokum er bænastund í Neskirkju kl. 18.05.

Fimmtudagur: Þá eru kyrrðarstundir í Hallgrímskirkju og Laugarneskirkju í hádeginu. Á báðum stöðum er boðið upp á léttan og góðan hádegisverð. Digraneskirkja opnar dyr sínar til fyrirbænastundar kl. 18.00. Þá er þess að geta að í Grensáskirkju verða bæna- og kyrrðarstundir kl 18.00 frá fimmtudeginum 18. des. til og með Þorláksmessu 23. des. alla dagana.

Af þessari upptalningu má sjá að víða er afdrep þar sem gott er að setjast niður til hvíldar mitt í önnum jólaundirbúnings. Allir velkomnir.

Sr. Gylfi Jónsson, héraðsprestur.

. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14­17.

Dómkirkjan. Kl. 14­16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9­10 ára.

Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl. 10-12.

Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegisverður á eftir.

Háteigskirkja. Starf fyrir 6­9 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir.

Laugarneskirkja. Jólakyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Veitingar með hátíðarbrag í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Starf fyrir 10­12 ára börn kl. 17.

Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30. Lesnir valdir kaflar úr Postulasögunni. Sr. Frank M. Halldórsson.

Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10­12 ára stráka og stelpur kl. 16.30­ 17.30 í Ártúnsskóla.

Breiðholtskirkja. TTT starf fyrir 10­12 ára í dag kl. 15.30. Mömmumorgunn á morgun kl. 10­12.

Digraneskirkja. Kl. 10 mömmumorgunn. Kl. 14 LLL-ráðgjöf um brjóstagjöf í umsjá Arnheiðar Sigurðardóttur. Bæna- og kyrrðarsstund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Kirkjufélagsfundur kl. 20.30. Djákni kynnir námið og starfið.

Grafarvogskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestrar, bænastund o.fl. Kaffi. Æskulýðsfélag, 14-16 ára, kl. 20-22.

Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.

Kópavogskirkja. Starf eldri borgara kl. 14­16 í safnaðarheimilinu Borgum.

Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9­12 ára stráka kl. 17.30.

Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11­12 ára börn kl. 17­18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfundur kl. 20­22.

Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús í Vonarhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30.

Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22.

Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10.

Akraneskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum.

Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 16-18. Kyrrðar- og fræðslustund með íhugun og bæn í umsjá Láru G. Oddsdóttur, cand. theol. Jólatónleikar Tónlistarskólans í Keflavík kl. 20.30. Þar koma fram strengja- og forskólanemendur ásamt Barnakór Tónlistarskólans í Keflavík, sem syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur.