STYRKTARSJÓÐUR húsbygginga Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur gefið út nýtt jólakort til fjáröflunar fyrir sjóðinn. Styrktarsjóðurinn hefur gefið út slík jólakort í mörg ár og jafnan reynt að finna myndefni sem höfðar sérstaklega til Ísfirðinga.

Jólakort til styrktar

húsbyggingu

STYRKTARSJÓÐUR húsbygginga Tónlistarskóla Ísafjarðar hefur gefið út nýtt jólakort til fjáröflunar fyrir sjóðinn. Styrktarsjóðurinn hefur gefið út slík jólakort í mörg ár og jafnan reynt að finna myndefni sem höfðar sérstaklega til Ísfirðinga.

Að þessu sinni er á kortinu litmynd af málverki frá Ísafirði í lok 4. áratugarins. Málarinn, Jón Hróbjartsson (1877­1946), var kennari á Ísafirði um langt árabil og kenndi einkum söng, teikningu og íslensku. Hann var mikils virtur málari, ferðaðist um landið vítt og breitt, einkum um Vestfirði og teiknaði og málaði fjöldann allan af myndum, oft eftir pöntunum.

Jólakortin eru til sölu á skrifstofu tónlistarskólans og í Bókaverslun Jónasar Tómassonar, Ísafirði.