Þakkir
HBM skrifar: "Mig langar
til að koma á framfæri kæru þakklæti fyrir góðar íþróttavörur, frábæra þjónustu og liðlegheit hjá E.G. heildverslun Lotto, Stórhöfða 17."
Með vísnasöng
VELVAKANDA barst svar við fyrirspurn frá Kristínu í blaðinu í gær varðandi útgáfu geisladiska með Sigríði Ellu. Í síðustu viku kom út geisladiskurinn "Með vísnasöng". Hún á að fást í öllum hljómplötuverslunum.
Fyrirspurn
SJÓNVARPSÁHORFANDI hafði áhuga á að vita af hverju búið væri að taka áætlun Strætisvagna Reykjavíkur út úr textavarpinu.
Tapað/fundið
Gullarmband týndist í Holtagörðum
GULLARMBAND, snúið, týndist í Bónus í Holtagörðum eða fyrir utan. Skilvís finnandi hafi samband við Höllu í síma 551 2139 eftir kl. 17.
Kápa týndist
DÖKKBLÁ, síð kápa, týndist á Veitingastaðnum Rauðará, Rauðarárstíg, laugardaginn 15. nóvember. Þeir sem hafa orðið varir við kápuna hafi samband í síma 557 8161.
Blússa týndist
LJÓSGRÆN blússa, stutterma, týndist líklega fyrir utan verslunarmiðstöðina við Drafnarfell fyrir nokkrum vikum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 6771 og vs. 568 5000 (Hulda)
Poki í óskilum
POKI merktur "Ótrúlegu búðinni", fullur af vörum, fannst í Bókabúðinni Hlemmi, Laugavegi 118. Einnig eru í óskilum gleraugu í vínrauðu hulstri síðan í október. Uppl. í síma 511 1170.
Lyklakippa týndist
LYKLAKIPPA merkt HB Akranesi týndist á Reykjavíkursvæðinu 11. desember. Þeir sem hafa orðið varir við lyklakippuna hafi samband í síma 431 3063.
Kvengullúr í óskilum
KVENGULLÚR fannst í Kringlunni þriðjudaginn 9. desember. Uppl. í síma 587 2630.
Kvenarmband í óskilum
KVENARMBAND fannst í Súlnasal 6. desember. Uppl. í síma 587 2630.
Dýrahald
Kettlingur í óskilum
ÞRÍLITUR kettlingur, gulur, hvítur og svartur, gæti verið ca. 4 mánaða, er í óskilum í Hafnarfirði. Þeir sem kannast við kisu hafi samband í síma 565 5565 eftir kl. 16.